Styðja kröfu um afnám gjalda fyrir skólamáltíðir

Frá kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttafélaga og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu.
Frá kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttafélaga og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sveitarstjórnarráð Vinstri grænna tekur heilshugar undir þá kjarasamningskröfu að afnema gjöld fyrir skólamáltíðir.

Þetta kemur fram í ályktun sem sveitarstjórnarráðið hefur sent frá sér en þar segir að ráðið minni líka á að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu ekki bara félagslegt jöfnunartæki heldur einnig risavaxið lýðheilsu- og umhverfismál.

„Slík aðgerð yrði liður í því að ná skynsamlegum langtímasamningum sem styðja við verðbólgumarkmið og skapa forsendur til að lækka vexti sem ætti að vera hagsmunamál allra sveitarfélaga í landinu,“ segir ennfremur í ályktuninni.

Fram kemur í ályktun sveitastjórnarráðsins að það hafi lengi verið stefnumál Vinstri grænna að bjóða upp á næringarríkar, hollar og endurgjaldslausar máltíðir barna á skólatíma enda er það jafn mikilvægt og endurgjaldslaus grunnmenntun sem greidd er úr sameiginlegum sjóðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert