Tóku niður Wok on skilti í Vík

Búið er að taka niður Wok on skiltið.
Búið er að taka niður Wok on skiltið. mbl.is/jonas

Veitingastaðurinn Wok on Vík sem samtengdur er Víkurskála í Vík í Mýrdal ber ekki lengur sama nafn og hann gerði fyrir skemmstu á heimasíðu sinni og í dag var búið að taka niður skilti sem sýndi nafnið Wok on Vík.

Á heimasíðu fyrirtækisins og á Google má sjá að fyrirtækið kallar sig nú Wok in Vík í stað Wok on Vík. Á samfélagsmiðlum ber fyrirtækið enn sama nafn og áður.

Hvort aðgerðir lögreglu og tengsl Davíðs Viðarssonar eiganda Wok on eigi þarna hlut í máli skal ósagt látið.

Wok in Vík áður Wok on Vík hefur leigt vörumerkið og taka ber fram að eigendur veitingastaðarins hafa ekkert með rekstur veitingastaða Wok on í Reykjavík að gera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert