Vara við slæmum holum

Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal. mbl.is/Jónas Erlendsson

Mikið er af slæmum holum í vegum í kringum Vík í Mýrdal og undir Eyjafjöllum á Suðausturlandi.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og draga úr hraða.

Á Suðurlandi er mikið er um brotholur og eru vegfarendur þar einnig beðnir að aka með gát.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, þar sem bent er á að víða um land séu brotholur í vegum.

Hálka eða hálkublettir eru annars á nokkrum leiðum og útvegum víða um land.

Á Austurlandi er ófært um Öxi en lokað yfir Breiðdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert