Breiðfylking stéttafélaga átti fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum sem vonast er til að verði undirritaðir síðar í dag.
„Katrín fór yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana og þær líta vel út,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is eftir fundinn en hann sátu einnig Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfgreinasambandsins, og Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar.
„Nú höldum við áfram að leggja lokahönd á innihald samningsins og textavinnuna. Það sem útaf borðinu stendur núna er aðkoma sveitafélaganna. Það hefur ekki verið útskýrt nægilega með skýrum hætti að máltíðíðir skólabarna verði gjaldfrjálsar. Ég trúi ekki öðru en að skýrist á næstu klukkustundum og að sveitarfélögin komi með sannfærandi yfirlýsingu um það,“ segir Sólveig.
Hún segir að stefnan sé að undirrita kjarasamningana upp úr klukkan 16 í dag og að því loknu fara á fund stjórnvalda til að fá endanlega kynningu á aðkomu þeirra.