Einn var fluttur á slysadeild eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Hafnarfjarðarvegi skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt.
Fólksbíll fór út af veginum og lenti á trégirðingu skammt frá Silfurtúni í Garðabæ.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita klippum til að ná ökumanninum út, en hann var einn í bílnum.