Ásdís sendir opinbera markaðnum skilaboð

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs. mbl.is/Kristófer Liljar

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, segir á Facebook-síðu sinni að Kópavogsbær hyggist ekki láta sitt eftir liggja í þeim kjarasamningum sem til stendur að undirrita en minnir um leið opinbera markaðinn á að mikilvægt sé að hann semji á svipuðum nótum hinn almenni vinnumarkaður. 

Segir Ásdís að bærinn muni leggja sitt af mörkum til að kveða niður verbólgu og vexti í landinu en bætir við: 

„Það er þó rétt að hafa í huga að hér er um að ræða samninga á almennum vinnumarkaði. Við þurfum öll að axla ábyrgð. Því er mikilvægt að opinberi markaðurinn semji á svipuðum nótum og almenni vinnumarkaðurinn,“ segir Ásdís. 

Fastlega er búist við því að stór hluti hins almanna vinnumarkaðar undirriti kjarasamning nú síðdegis.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert