Dóra Ósk Halldórsdóttir
Þegar starfsmenn HS Orku fengu COWI til að setja hita- og þrýstinema á 850 m dýpi í eftirlitsholuna SV-12 árið 2018, höfðu þeir ekki hugmynd um að mælingarnar myndu gagnast fjórum árum seinna við að spá fyrir um eldgos á svæðinu.
Lárus Þorvaldsson, yfirforðafræðingur hjá HS Orku, segir að nemarnir mæli hita og þrýsting á mínútufresti og var þeim ætlað að fylgjast með hvernig breytingar í vinnslu og niðurdælingu hefðu áhrif á þrýsting í jarðhitakerfinu.
„Síðan tókum við eftir því að stórir jarðskjálftar höfðu líka áhrif á þrýsting í jarðhitakerfinu, en eftir skjálfta var þrýstingur fljótur að ná fyrra jafnvægi.“
Hlutirnir fara þó fyrst af stað fyrir alvöru í kvikuhlaupinu 10. nóvember.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.