Báðir gististaðir Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le, hafa framlengt lokunartímabili sínu um eina viku ef miðað er við upplýsingar á bókunarsíðum fyrirtækjanna. Kastali guesthouse og Reykjavik downtown hotel eru í eigu Davíðs. Á bókunarsíðum fyrirtækjanna mátti sjá í gær að fyrirtækjunum væri lokað í eina viku eða frá 5. mars til 12. mars.
Lokunartímabilið hefur nú verið framlengt til 19. mars.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is að lokunin væri ekki fyrir tilstilli lögreglunnar en hann hafði ekki upplýsingar um það hvort Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefðu lagt lokunarkvaðir á gististaðina. Að því er mbl.is kemst næst hefur Vinnueftirlitið ekki lagt þessa tímabundnu lokunarkvöð á fyrirtækin