„Ég er himinlifandi“

Vilhjálmur Birgisson sést hér mæta til fundar í Karphúsinu fyrr …
Vilhjálmur Birgisson sést hér mæta til fundar í Karphúsinu fyrr í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er him­in­lif­andi,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son formaður Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness en skrifað var und­ir nýja kjara­samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði í húsa­kynn­um Rík­is­sátta­semj­ara nú síðdeg­is.

„Ég finn fyr­ir mjög mikl­um létti enda höf­um við verið hér í þessu húsi nán­ast frá því 28. des­em­ber og höf­um verið hér laug­ar­daga og sunnu­daga síðustu þrjár helg­ar. Því fylg­ir einnig létt­ir að við séum að ná því sem stefnt var að og ég tel að svo sé. Ég er því mjög stolt­ur af mínu fólki og þeim sem hafa staðið að þess­ari breiðfylk­ingu. Ég er mjög ánægður og stolt­ur af því sem við höf­um verið að gera.“

Eins og fram hef­ur komið er meg­in­mark­mið aðila á markaði að ná niður verðbólg­unni og fylgja því von­andi vaxta­lækk­an­ir hjá Seðlabank­an­um. Vil­hjálm­ur tel­ur að um tíma­móta­samn­ing sé að ræða.

Hófstillt­ir samn­ing­ar

„Ég tel að við séum að gera hér tíma­móta­samn­ing sem bygg­ist upp á þess­um meg­in mark­miðum að ná niður verðbólgu og vöxt­um. Vext­irn­ir hafa verið að leika ís­lenskt sam­fé­lag í heild sinni afar grátt. Við hlust­um á Seðlabank­ann og það sem Seðlabank­inn hef­ur að segja. Bank­inn hef­ur talað um að það skipti máli hvernig sé samið á vinnu­markaði og við höf­um skoðað kostnaðarmat bank­ans. Seðlabank­inn þarf að taka þátt í þessu verk­efni með okk­ur og nú er bolt­inn hjá hon­um. Aðrir í ís­lensku sam­fé­lagi þurfa einnig að gera það og ríki og sveit­ar­fé­lög ætla að stilla gjald­skrám í hóf. Ég vil þakka stjórn­völd­um fyr­ir þeirra aðkomu,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og seg­ir samn­ing­ana vera hófstillta á heild­ina litið. 

„Ofan á þetta tókst okk­ur að leiðrétta kjör ræst­inga­fólks í þess­um kjara­samn­ing­um sem hef­ur verið á lök­ustu kjör­un­um í ís­lensku sam­fé­lagi allt of lengi ef þannig má að orði kom­ast. Þetta eru mikið kvenna­störf og við tók­um þessi störf svo­lítið út fyr­ir sviga. Segja má að þau fái 13% launa­hækk­un. Engu að síður eru þess­ir kjara­samn­ing­ar hófstillt­ir og eru inn­an þess ramma sem við höf­um miðað við. Við bæt­um einnig rétt­indi á hinum ýmsu sviðum sem kost­ar ekki mikið en skipt­ir launa­fólk máli,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son. 

Vilhjálmur og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ræða hér við …
Vil­hjálm­ur og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formaður Efl­ing­ar ræða hér við starfs­fólk sátta­semj­ara eft­ir að niðurstaðan lá fyr­ir í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert