Fimm jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Svartsengi frá miðnætti, auk þess sem sex skjálftar hafa mælst við Trölladyngju, austan við Keili.
Stærsti skjálftinn við Trölladyngju reið yfir á fimmta tímanum í nótt og samkvæmt bráðabirgðatölum mældist hann 2,1 að stærð. Að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, er ekkert óvenjulegt við skjálftana á þessu svæði í nótt.
Áfram eru taldar líkur á að það verði eldgos, það sjöunda á Reykjanesskaganum á tæpum þremur árum.