„Fjárfesting í þjóðarhag“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ist full­viss um að aðkoma stjórn­valda að ný­und­ir­rituðum kjara­samn­ing­um á al­menn­um markaði muni skipta sköp­um fyr­ir lífs­kjör á kom­andi árum.

Ríkið hyggst leggja til 80 millj­arða á næstu fjór­um árum og snúa aðgerðir stjórn­valda m.a. að hækk­un vaxta­bóta, víðtæk­ari barna­bót­um og hækk­un há­marks upp­hæð fæðing­ar­or­lofs.

Katrín seg­ir inn­tak aðgerðanna ekki síst snúa að barna­fólki. Spurð um aðhalds­kröf­ur til að mæta þess­um auknu út­gjöld­um þá seg­ir Katrín þetta vera spurn­ingu um for­gangs­röðun í rík­is­fjár­mál­um.

For­gangs­röðun í þágu kjara­samn­inga

„Við ákváðum að for­gangsraða aðgerðum í þágu kjara­samn­inga því við mát­um sem svo að það væri gríðarlega þjóðhags­lega hag­kvæmt að ná friði á vinnu­markaði til lengri tíma til þess að geta náð verðbólgu og vöxt­um niðum. Því lít ég svo á að við séum að fjár­festa. Fjár­fest­ing í þjóðar­hag,“ seg­ir Katrín.

Ligg­ur fyr­ir hvaða verk­efni rík­is­ins munu lúta í lægra haldi?

„Það er um margt hægt að gera til að hagræða í rík­is­rekstri án þess að þjón­usta skerðist,“ seg­ir Katrín.

Vaxta­bóta­auki árið 2024

Katrín seg­ir að barna­bóta­kerfið muni taka veru­leg­um breyt­ing­um en það verður fært nær miðgildi launa. Þá mun ríkið vinna með sveit­ar­fé­lög­un­um að gjald­frjáls­um skóla­máltíðum.

Eitt af því sem boðað hef­ur verið er sér­stak­ur vaxta­bóta­auki á ár­inu 2024. „Það ger­um við bara í ár vegna þess að við vilj­um taka þau mál til end­ur­skoðunar og við boðum líka að vinna fari við að skoða bet­ur heild­rænt stuðning við þau sem eru að kaupa sér hús­næði,“ seg­ir Katrín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert