„Fólk verður bara að sýna þolinmæði“

Miklar umferðartafir hafa verið í dag.
Miklar umferðartafir hafa verið í dag. Ljósmynd/Eva Björk

Enn eru óvenju miklar umferðartafir í Kópavogsgjánni á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg. Skýrist það af því að loka þurfti öllum akreinum nema einni vegna vinnu verktaka. 

Árni Friðleifsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að sýna þolinmæði á meðan framkvæmdum stendur.  

„Umferðin gengur hægt og fólk verður bara að sýna þolinmæði,“ segir Árni. 

Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar.
Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert