Gæsluvarðhald framlengt í Bátavogsmálinu

Konu er gefið að sök að hafa orðið manni á …
Konu er gefið að sök að hafa orðið manni á sextugsaldri að bana í Bátavogi með margþættu ofbeldi í fyrrahaust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms í Bátavogsmálinu svokallaða, en henni er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. mars. 

Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir er sökuð um að hafa sambýlismanni sínum í Bátavogi til bana á heimili þeirra í september í fyrra.

Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að Dagbjörg hafi beitt margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts sambýlismanns síns með höggum, spörkum og þrýstingi á andlit, klof, bol, handleggi og fótleggi auk þess að hafa tekið hann hálstaki með þeim afleiðingum að hann lést af völdum áverkanna.

Myndbönd og hljóðupptökur liggja fyrir

Fyrir liggja myndbönd og hljóðupptökur sem teknar voru á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er um tvær og hálf klukkustundir að lengd og á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum.

Við réttakrufningu komu í ljós fjölþættir ákverkar á hinum látna og fram kemur í rannsóknarniðurstöðu að það bendi sterklega til þess að dánarorsökin hafi verið köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn, auk þess sem samverkandi þættir vegna beináverka hafi stuðlað enn frekar að framvindu köfnunarferilsins.

Þá kemur fram að rannsóknarniðurstöður bendi sterklega til þess að áverkernir sem leiddu til dauðans hafi verið viljaverk annars manns.

Í úrskurði héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, skal Dagbjörg sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert