Heilsugæsla lokuð í kjölfar eldsvoða í öðru húsi

Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Heilsugæslan Garðabæ verður lokuð í dag, fimmtudaginn 7. mars, vegna eldsvoða í aðliggjandi húsnæði á Garðatorgi.

Talsverður reykur barst inn í húsnæði stöðvarinnar og er nú unnið að því að þrífa. Vonir standa til þess að stöðin geti opnað á morgun en ekki er víst að það náist, að því er segir í tilkynningu frá heilsugæslunni.

„Fólki með bráð erindi er bent á að hringja í síma 1700 eða hafa samband í gegnum netspjallið á Heilsuveru. Þar fær það ráðgjöf og verður beint á nágrannastöðvar í Hafnarfirði og Kópavogi.

Starfsfólk Heilsugæslunnar Garðabæ er komið með aðstöðu á öðrum starfsstöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og mun hafa samband við alla sem eiga bókaða tíma,“ segir enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert