Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli á tíunda tímanum í morgun.
Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar varð skjálftinn 3 kílómetra norðaustur af Bárðarbungu. Voru upptökin á 100 metra dýpi. Í kjölfarið fylgdu tveir minni skjálftar, innan við einn að stærð.