Kæra gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar

Málið tengist alræmda matvælalagernum sem fannst í Sóltúni 20.
Málið tengist alræmda matvælalagernum sem fannst í Sóltúni 20. Ljós­mynd/​Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur­borg­ar

Fimm af þeim sex sem sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikla aðgerð lögreglu á þriðjudag, hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms til Landsréttar.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu við mbl.is. Rúv greindi fyrst frá. 

Málið varðar grun um mansal, peningaþvætti, skipulagðabrotastarfsemi, brot at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga og skipu­lagða brot­a­starf­semi. Meintir þolendur mansalsins telja tugi einstaklinga.

Tengjast fjölskylduböndum

Sex einstaklingar, þrír karlar og þrjár konur, voru í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald, þar á meðal viðskiptamaðurinn Davíð Viðarsson, áður Quang Lé, sem er m.a. eigandi Wok On-veitingakeðjunnar, Pho Vietnam veitingastaðanna og Vy-þrifa. 

Í samtali við mbl.is sagði Grímur Grímsson að sexmenningarnir tengdust fjölskylduböndum og í gegnum atvinnurekstur.

Sexmenninginarnir eru allir íslenskir ríkisborgara sem eiga ættir að rekja til Víetnam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert