Vitjaði leiðis Íslandsvinar í Georgíu

Guðni við leiðið.
Guðni við leiðið. Ljósmynd/Una SIghvatsdóttir

„Þetta var táknrænn viðburður sem mér þótti afar vænt um að geta komið í kring í þessari heimsókn til Georgíu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, við Morgunblaðið, en hann fór í gærmorgun að leiði Íslandsvinarins Grigols Matchavarianis í kirkjugarði í Tíblisi í Georgíu. Þar er Guðni í opinberri heimsókn ásamt sendinefnd frá Íslandi.

Guðni komst í kynni við Grigol er hann var í námi á Englandi árið 1991. Hitti hann þá hóp nemenda frá Georgíu, og ein stúlka í hópnum sagði frá Grigol heima í Georgíu sem hefði mikinn áhuga á Íslandi og talaði íslensku eftir að hafa lært málið á lestri íslenskra bóka. Komust á kynni milli Grigols og Guðna sem urðu til þess að þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, bauð Grigol og Irmu konu hans til Íslands í desember 1992. Grigol lést í bílslysi 1996.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag, 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert