Maðurinn sem grunaður er um að stinga tvo með hníf við verslunina OK Market í Valshverfinu í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness.
Er það gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í tilkynningu lögreglu.
Árásarmaðurinn er af erlendu bergi brotinn og um þrítugt. Mennirnir sem urðu fyrir áráasinni eru á fertugsaldri. Þeir voru fluttir á slysadeild með áverka sem eru þó ekki taldir alvarlegir.
Að sögn lögreglu hefur maðurinn oft áður komið við sögu lögreglunnar.
Samkvæmt heimildum mbl.is hefur árásarmaðurinn áður verið dæmdur í fangelsi hér á landi fyrir skjalafals og verið sakfelldur fyrir fjölmörg brot, þar á meðal valdstjórnarbrot, brot gegn nálgunarbanni, líkamsárás, húsbrot og brot gegn sóttvarnalögum.