Enginn grunur er um íkveikju í tengslum við eldsvoðann sem varð á Garðatorgi um eittleytið í fyrrinótt.
Eldurinn kviknaði á snyrtistofu en náði ekki að breiðast út til annarra fyrirtækja og stofnana sem eru á svæðinu.
Að sögn Skúla Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, lauk tæknideild lögreglu störfum á vettvangi upp úr hádegi í gær og afhenti tryggingafélagi vettvanginn.
Ekki er ljóst um upptök eldsins að svo stöddu en miklar skemmdir urðu á snyrtistofunni.