Engir skjálftar frá miðnætti – 20 í gær

Engir jarðskjálftar hafa orðið frá miðnætti í kvikuganginum við Svartsengi. Í allan gærdag voru þeir 20 talsins, sem er mjög lítið,  að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Ísland. 

Nokkrir smáskjálftar urðu einnig í Bárðarbungu og Hofsjökli í nótt.

Áfram eru tald­ar lík­ur á að það verði eld­gos, það sjö­unda á Reykja­nesskag­an­um á tæp­um þrem­ur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert