Engir jarðskjálftar hafa orðið frá miðnætti í kvikuganginum við Svartsengi. Í allan gærdag voru þeir 20 talsins, sem er mjög lítið, að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Ísland.
Nokkrir smáskjálftar urðu einnig í Bárðarbungu og Hofsjökli í nótt.
Áfram eru taldar líkur á að það verði eldgos, það sjöunda á Reykjanesskaganum á tæpum þremur árum.