Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir sakborningum sem handteknir voru í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á þriðudag var staðfestur í Landsrétti í dag.
Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu.
Fimm af þeim sex sem sæta gæsluvarðhaldi kærðu úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald til Landsréttar.
Málið varðar grun um mansal, peningaþvætti, brot atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi. Meintir þolendur mansalsins telja tugi einstaklinga.
Sex einstaklingar, þrír karlar og þrjár konur, voru í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald, þar á meðal viðskiptamaðurinn Davíð Viðarsson, áður Quang Lé, sem er m.a. eigandi Wok On-veitingakeðjunnar, Pho Vietnam veitingastaðanna og Vy-þrifa.
Í samtali við mbl.is sagði Grímur Grímsson að sexmenningarnir tengdust fjölskylduböndum og í gegnum atvinnurekstur.
Sexmenninginarnir eru allir íslenskir ríkisborgara sem eiga ættir að rekja til Víetnam.