Leigubílstjórar slást um farþega við Leifsstöð

Leigubíll á ferðinni.
Leigubíll á ferðinni. mbl.is/​Hari

Þess eru dæmi að ferðamenn sem koma til lands­ins og taka leigu­bíl frá Kefla­vík­ur­flug­velli til Reykja­vík­ur séu krafðir um háar fjár­hæðir fyr­ir akst­ur­inn. Dæmi er um að gjald­mæl­ir hafi verið sett­ur í gang þegar leigu­bíll kom að Leifs­stöð og þegar farþegi steig um borð hafi „start­gjaldið“ verið komið upp í 10 þúsund krón­ur. Þetta staðfest­ir Daní­el O. Ein­ars­son, formaður Bif­reiðastjóra­fé­lags­ins Frama, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann seg­ir að dæmi séu um að slags­mál hafi brot­ist út við flug­stöðina vegna deilna um farþega, en einnig hafi farþegar orðið fyr­ir áreiti af þess­um sök­um og sent kvart­an­ir til fé­lags­ins.

Daní­el seg­ir að for­svars­menn fé­lags­ins hafi fundað með Isa­via vegna þessa og óskað eft­ir því að upp verði sett verðskrá á skilti við út­gang flug­stöðvar­inn­ar og leigu­bílaröðina, svo að viðskipta­vin­ir geti áttað sig á meðal­verði og verðlagi hverr­ar stöðvar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert