Leigubílstjórar slást um farþega við Leifsstöð

Leigubíll á ferðinni.
Leigubíll á ferðinni. mbl.is/​Hari

Þess eru dæmi að ferðamenn sem koma til landsins og taka leigubíl frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur séu krafðir um háar fjárhæðir fyrir aksturinn. Dæmi er um að gjaldmælir hafi verið settur í gang þegar leigubíll kom að Leifsstöð og þegar farþegi steig um borð hafi „startgjaldið“ verið komið upp í 10 þúsund krónur. Þetta staðfestir Daníel O. Einarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að dæmi séu um að slagsmál hafi brotist út við flugstöðina vegna deilna um farþega, en einnig hafi farþegar orðið fyrir áreiti af þessum sökum og sent kvartanir til félagsins.

Daníel segir að forsvarsmenn félagsins hafi fundað með Isavia vegna þessa og óskað eftir því að upp verði sett verðskrá á skilti við útgang flugstöðvarinnar og leigubílaröðina, svo að viðskiptavinir geti áttað sig á meðalverði og verðlagi hverrar stöðvar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert