Ríkisstjórnin fundaði um styrjöldina í Súdan

Ríkisstjórnin eftir fund. Mynd úr safni.
Ríkisstjórnin eftir fund. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra gerði borg­ara­styrj­öld­ina í Súd­an að um­tals­efni á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. Þetta kem­ur fram í dag­skrá fund­ar­ins sem birt var að hon­um lokn­um.

Gríðarlegt mann­fall al­mennra borg­ara hef­ur átt sér stað í Súd­an síðan styrj­öld­in braust út 15. apríl í fyrra.

Volker Turk, yf­ir­maður mann­rétt­inda­mála hjá Sam­einuðu þjóðunum, var­ar við gangi mála í borg­ara­styrj­öld­inni í Súd­an og bend­ir á að tálm­un aðgeng­is aðþjóðlegs hjálp­ar­starfs­fólks jafn­ist í sjálfu sér á við stríðsglæp.

Stuðningsmenn súdanska hersins aka pallbifreið um borgina Gedaref á sunnudaginn …
Stuðnings­menn súd­anska hers­ins aka pall­bif­reið um borg­ina Gedaref á sunnu­dag­inn var. Yf­ir­maður mann­rétt­inda­mála SÞ kveður það mann­rétt­inda­brot í sjálfu sér að hindra aðgengi alþjóðlegra hjálp­ar­starfs­manna að stríðshrjáðum svæðum lands­ins. AFP

Fjöldi brota gegn alþjóðalög­um

„Súd­an er orðið að lif­andi mar­tröð. Næst­um helm­ing­ur íbúa lands­ins, 25 millj­ón­ir manns, eru í bráðri þörf fyr­ir mat og aðhlynn­ingu heil­brigðis­starfs­fólks,“ hef­ur kat­arski fjöl­miðill­inn Al Jazeera eft­ir Turk sem enn frem­ur kveður 80 pró­sent sjúkra­húsa lands­ins óstarf­hæf.

Í ávarpi sínu til mann­rétt­indaráðs SÞ í Genf dró Turk einnig fram fjölda brota gegn alþjóðalög­um sem stríðandi fylk­ing­ar í land­inu – stjórn­ar­her­inn ann­ars veg­ar og hins veg­ar RSF-sveit­ir Mohameds Hamd­ans Daga­los sem bet­ur er þekkt­ur und­ir nafn­inu Hemed­ti – hefðu gert sig sek­ar um síðan nú­ver­andi stríð braust út í apríl í fyrra en það hef­ur nú kostað minnst 14.600 manns lífið.

Asnar á markaði í Gedaref en þeir eru í auknum …
Asn­ar á markaði í Gedaref en þeir eru í aukn­um mæli nýtt­ir til vöru­flutn­inga nú er eldsneyti og mun fleiri nauðsynj­ar eru af skorn­um skammti. AFP

Hlíti laga­legri skyldu sinni

Nefn­ir Turk þar meðal ann­ars nauðgan­ir sem beitt sé sem vopni í stríðinu auk þess sem báðar fylk­ing­ar hefðu gert sig sek­ur um að myrða þúsund­ir, að því er virðist án minnstu iðrun­ar, til dæm­is með stór­skota­liðsárás­um á þétt­býl svæði þar sem engu hef­ur verið eirt.

Skor­ar Turk á her­inn og RSF að „hlíta laga­legri skyldu sinni og hleypa alþjóðlegu hjálp­ar­starfs­fólki inn á landið áður en fleiri líf týn­ast“. Nokkuð hef­ur kveðið að því að hjálp­ar­birgðum hafi verið rænt og at­lög­ur gerðar að hjálp­ar­starfs­fólki á meðan alþjóðastofn­an­ir og -sam­tök kvarta yfir skriffinnsku­leg­um hindr­un­um frá að kom­ast til hafn­ar­borg­ar­inn­ar Port Su­dan við Rauðahafið til að koma birgðum inn í landið en þar hef­ur stjórn­ar­her­inn tögl­in og hagld­irn­ar.

Súdanskir flóttamenn bíða eftir vatni í Kumer-flóttamannabúðunum í grennd við …
Súd­ansk­ir flótta­menn bíða eft­ir vatni í Ku­mer-flótta­manna­búðunum í grennd við Mag­an­an, um 70 kíló­metra frá landa­mær­um Súd­ans og Eþíóp­íu. AFP/​Michele Spat­ari

SÞ hvöttu aðild­ar­ríki sín í fe­brú­ar til þess að gleyma ekki al­menn­um borg­ur­um og fóru fram á rúm­lega fjóra millj­arða banda­ríkja­dala, jafn­v­irði 545 millj­arða ís­lenskra króna, til stuðnings við rúm­lega eina og hálfa millj­ón súd­anskra borg­ara sem flúið hafa heima­land sitt og leitað skjóls í ná­granna­lönd­um.

„Nú, þegar rúm­lega átta millj­ón­ir eru á flótta í Súd­an og ná­granna­ríkj­un­um, er landið gjör­sam­lega á hvolfi í hrömm­um stríðsins sem stefn­ir friði, ör­yggi og mann­rétt­inda­mál­um í voða í öll­um þeim heims­hluta sem hér er und­ir,“ seg­ir Turk.

Al Jazeera

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert