Afturvirk launahækkun upp á 3,25%

Vöfflur að loknum samningafundi í Karphúsinu í dag.
Vöfflur að loknum samningafundi í Karphúsinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný undirritaður kjarasamningur fagfélaganna er í öllum aðalatriðum sambærilegur við samning SA við breiðfylkinguna sem undirritaður var á fimmtudag.

Samningur fagfélaganna kveður á um 3,25% afturvirka launahækkun frá 1. febrúar, að því er segir í tilkynningu á vef fagfélaganna.

Samningurinn gildir frá 1. febrúar allt til 31. janúar 2028. Lágmarkshækkun launa er 23.750 krónur.

Næstu þrjú árinu verður árleg launahækkun 3,5% en til viðbótar getur komið til greiðslu kauptaxtaauka og framleiðniauka á samningstímanum, að því er segir í tilkynningu.

Lágmarksávinnsla orlofs 25 dagar

Einnig sé kveðið á um hækkun orlofs- og desemberuppbóta og að lágmarksávinnsla orlofs verði 25 dagar.

Að lokum er kveðið á um breytingar á vaktaálagi og vinnutíma í vaktavinnu hjá Matvís, auk þess sem lágmarkstaxtar sveina eru samræmdir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert