Ari Edwald áhugasamur um kaup á Vísi og Bylgjunni

Ari Edwald er fyrrum forstjóri Mjólkursamsölunnar og 365 miðla.
Ari Edwald er fyrrum forstjóri Mjólkursamsölunnar og 365 miðla.

Ari Edwald, fyrr­um for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar og 365-fjöl­miðlasam­steyp­unn­ar, fer fyr­ir hópi fjár­festa sem sýnt hef­ur áhuga á því fjár­festa í vef­miðlum og út­varps­hluta Sýn­ar.

Ekki hef­ur verið send til­kynn­ing til Kaup­hall­ar­inn­ar um að Sýn eigi í viðræðum við ein­hvern einn aðila og gef­ur það til kynna að málið sé ekki á loka­stig­um.

Ari vildi lítið tjá sig um málið en viður­kenndi að áhugi væri til staðar. 

Ég hef sýnt áhuga á þessu en ekk­ert sem ég get tjáð mig um það frek­ar á þess­ari stundu,“ seg­ir Ari.  

Hóp­ur­inn sem Ari fer fyr­ir ku ekki vera einn um hit­una sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. 

Stöð 2 skilið eft­ir 

Eins og fram kom í til­kynn­ingu frá Sýn í des­em­ber á síðasta ári skipti Sýn hf. fjöl­miðla­eign­um fé­lags­ins upp í tvær ein­ing­ar. Ann­ars veg­ar vef­miðla og út­varp í einni ein­ingu og hins veg­ar Stöð 2 í ann­arri ein­ingu.

Eins var Kviku banka falið af hálfu stjórn­ar að vinna grein­ingu á rekstri og virði vef­miðla og út­varps. Þá var ákveðið að miðla af­mörkuðum fjár­hags­upp­lýs­ing­um til mögu­legra fjár­festa. 

Und­ir vef­miðla Sýn­ar falla auk Vís­is, ja.is og bland.is. Auk Bylgj­unn­ar, eru m.a. út­varps­stöðvarn­ar FM og X-ið und­ir hatti fyr­ir­tæk­is­ins. 

Ekk­ert laun­ung­ar­mál er að rekst­ur Bylgj­unn­ar og Vís­is geng­ur vel en rekst­ur Stöðvar 2 síður.

Tals­verður kostnaður felst í því að reka frétta­deild sjón­varps­hlut­ans og aug­lýs­inga­tekj­ur sjón­varps­stöðvar­inn­ar hafa ekki skilað sér sem skildi und­an­far­in ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert