Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu

Enn er slegist við eldinn í einbýlishúsinu.
Enn er slegist við eldinn í einbýlishúsinu. Ljósmynd/Róbert Aron Halldórsson

Eldur er einbýlishúsi við suðurenda nýja miðbæjarins á Selfossi. Um er að ræða gamla Hafnartúnshúsið. 

Bæði Brunavarnir Árnessýslu og lögreglan á Suðurlandi biðja íbúa í nágrenninu um að hafa lokaða glugga.

Biðlað er til vegfaranda að halda sig í hæfilegri fjarlægð til að trufla ekki störf viðbragðsaðila.

Uppfært klukkan 20.38

Slökkvisvart er enn í gangi en óvíst er hvernig gengur að ná niðurlögum eldsins. Ekki hefur náðst í Brunavarnir Árnessýslu.  

Hafnartún er einbýlishús á tveimur hæðum með kjallara og háalofti.

Í hægra horni myndarinnar sést húsið sem nú logar. Miðbærinn …
Í hægra horni myndarinnar sést húsið sem nú logar. Miðbærinn nýi er til vinstri. mbl.is/Sigurður Bogi
Slökkvistarf er enn í fullum gangi.
Slökkvistarf er enn í fullum gangi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert