Fagfélögin stefna á undirskrift í dag

Fv. Guðmundur Helgi Þórarinsson (VM), Kristján Þórður Snæbjarnarson (Rafiðnarsambandið) og …
Fv. Guðmundur Helgi Þórarinsson (VM), Kristján Þórður Snæbjarnarson (Rafiðnarsambandið) og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson (Matvís), fóru fyrir samninganefnd fagfélanna. Ljósmynd/Rafiðnaðarsambandið

Rafiðnaðarsam­band Íslands, Mat­vís og VM stefna á að skrifa und­ir nýja kjara­samn­inga skömmu eft­ir há­degi í dag. Unnið var fram á nótt við gerð nýs samn­ings og menn náðu að leggja loka­hnykk á samn­ing­inn.

Guðmund­ur Helgi Þór­ar­ins­son formaður VM seg­ir í sam­tali við mbl.is að menn hafi sofið á þessu í nótt og það eina sem er eft­ir sé loka­yf­ir­lest­ur. Stefnt er á að skrifa und­ir klukk­an 14 í dag. 

„Ég er já­kvæður á að við lok­um þessu í dag og við stefn­um á und­ir­skrift, seg­ir Guðmund­ur.

Hann seg­ir að samn­ing­ur­inn sé á svipuðum for­send­um og Breiðfylk­ing­in skrifaði und­ir á dög­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert