Fer til Sádi-Arabíu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Björn Zoëga, frá­far­andi for­stjóri Karol­inska-há­skóla­sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi í Svíþjóð, mun taka við stærsta sjúkra­húsi Sádi-Ar­ab­íu í næsta mánuði. Þetta upp­lýs­ir hann í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag.

    Þar seg­ir hann frá því að síðastliðin tvö ár hafi hon­um borist fjöldi starfstil­boða en að verk­efnið sem nú bíði hans hafi komið á borð hans í kjöl­far þess að upp­lýst var að hann hygðist láta af starfi sínu í Svíþjóð.

    Áður en að því kom höfðu for­svars­menn sjúkra­húss­ins í Sádi-Ar­ab­íu óskað eft­ir því að hann tæki sæti í stjórn stofn­un­ar­inn­ar.

    Spít­al­inn sem um ræðir nefn­ist King Faisal Special­ist Hospital and Rese­arch Centre.

    Þar starfa um 15 þúsund manns og legu­rými eru 2.400 tals­ins. Til sam­an­b­urðar eru þau inn­an við 700 á Land­spít­al­an­um.

    Þörf á skipu­lags­breyt­ing­um

    Björn seg­ir verk­efnið fram und­an spenn­andi en krefj­andi, ekki síst þar sem um ann­an menn­ing­ar­heim sé að ræða.

    Fjár­mögn­un spít­al­ans sé ekki vanda­mál en ráðast þurfi í skipu­lags­breyt­ing­ar til þess að bæta þjón­ustu og fara bet­ur með það fjár­magn sem veitt er inn í stofn­un­ina.

    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert