Hafa náð tökum á eldinum

Slökkviliðið vann hörðum höndum.
Slökkviliðið vann hörðum höndum. mbl.is/Óttar

Slökkviliðsmenn hafa náð tök­um á eld­in­um sem kviknaði í gamla Hafn­ar­túns­húsinu á Selfossi í kvöld, en unnið er að því að slökkva í eld­hreiðrum.

„Við er búin að slökkva eldinn. Við erum að vinna í smá eldhreiðrum,“ segir Lár­us Krist­inn Guðmunds­son, varaslökkvi­stjóri hjá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu, í samtali við mbl.is.

„Við erum að leita af okkur allan grun um að það sé eldur einhvers staðar,“ bætir Lárus við.

Að sögn Lárusar komu um 20 til 30 slökkviliðsmenn að brunanum.

Húsið stórskemmt

Lárus segir húsið stórskemmt eftir brunann. „Það var mjög mikill eldur þegar slökkvilið kom á vettvang,“ segir Lárus. Ekki er vitað um upptök eldsins.

Þegar slökkviliðið hefur lokið sínum störfum mun öryggisvakt taka við. Lögregla mun síðan taka við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert