Hin rofna hefð virðist ætla að halda nú

Vöffludeigið er tilbúið.
Vöffludeigið er tilbúið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sú órjúf­an­lega vöfflu­hefð, sem þó var rof­in þegar kjara­samn­ing­ur Breiðfylk­ing­ar og SA var und­ir­ritaður á fimmtu­dag, virðist ætla að halda að þessu sinni en bú­ist er við því að fag­fé­lög Rafiðnaðarsam­bands­ins, VM og Mat­vís skrifi und­ir nýj­an samn­ing á hverri stundu.

Í það minnsta ber­ast nú fregn­ir af því að vöfflu­járn­un­um hafi verið stungið í sam­band og ólík­legt í þeim orku­skorti sem tíðrætt er um að sjóðheit járn­in verði ekki nýtt í þeim eina til­gangi sem þau hafa verið nýtt í hingað til. Í það minnsta á heim­ili und­ir­ritaðs.

Eins og fram kom í frétt á mbl.is á fimmtu­dag voru ekki gerðar vöffl­ur til að fagna kjara­samn­ingi. Vakti það furðu viðstaddra, ekki síst mats­árra fjöl­miðlamanna.

Ástráður Har­alds­son rík­is­sátta­semj­ari bar fyr­ir sig tíma­leysi samn­ings­manna sem höfðu önn­ur er­indi að und­ir­skrift lok­inni, en for­ystu­fólkið sótti fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Safna­hús­inu.

Sagði hann af því til­efni að vöffl­ur væru góðar en ekki gild­issil­yrði kjara­samn­inga.

Gef­ur upp gald­ur­inn að góðum vöffl­um 

Hvað sem því líður þá staðfesti Bára Hild­ur Jó­hanns­dótt­ir sátta­semj­ari við mbl.is fyr­ir skemmstu að vöfflu­járn­in væru að hitna.

„Vöfflu­járnið er komið í sam­band,“ seg­ir Bára.

Bára Hildur Jóhannsdóttir setur vöfflujárnið í samband.
Bára Hild­ur Jó­hanns­dótt­ir set­ur vöfflu­járnið í sam­band. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hún seg­ir deigið ekki hvaða deig sem er held­ur sé það sér­gert og byggt á ára­langri hefð. Hún lýs­ir því þó að not­ast sé við til­búið vöfflumix að hluta en gef­ur ekki upp önn­ur hrá­efni. Hún félst þó á að gefa upp gald­ur­inn að góðum vöffl­um.

„Það er ást og um­hyggja. All­ar vöffl­ur eru betri með ást og um­hyggju,“ seg­ir Bára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert