Komu manni á Esjunni til hjálpar

Verið er að flytja manninn á slysadeild.
Verið er að flytja manninn á slysadeild. Ljósmynd/Árni Sigurðsson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi mannskap á Esjuna um sexleytið í morgun til að aðstoða mann sem hrasaði og datt. Talið var að maðurinn gæti verið ökklabrotinn hátt í fjallinu.

Björgunarsveitirnar Kjölur og Kyndill aðstoðuðu í verkefninu, sem nú er lokið að sögn varðstjóra slökkviliðsins.

Farið var á fjórhjólum upp fjallið og gekk verkefnið vel að sögn varðstjóra. Verið er að flytja manninn á slysadeild í skoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert