Lífeyrissjóðir greiða 61 milljarð fyrir Heimstaden

Kaupverðið nemur 61 milljarði króna.
Kaupverðið nemur 61 milljarði króna. Samsett mynd

Kaup­verð eigna leigu­fé­lags­ins Heimsta­den, sem sjóður í eigu ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða í stýr­ingu Stefn­is keypti, nem­ur um 61 millj­arði króna.

Þetta herma heim­ild­ir mbl.is. 

Aðili tengd­ur kaup­un­um seg­ir að nokk­ur af­slátt­ur hafi verið gef­inn af bók­færðu virði eign­anna sem metið er á um 74 millj­arða króna en fast­eigna­mat þeirra hleyp­ur nærri 76 millj­örðum króna. Heimsta­den gaf sjálft út í októ­ber í fyrra að það mæti bók­fært virði eign­anna á um 75 millj­arða króna.

Í heild er um að ræða 143 þúsund fer­metra sem skipta um hend­ur. Sé tekið mið af fer­metra­fjölda eru greidd­ar 410 þúsund krón­ur fyr­ir hvern fer­metra.

Greiða 25 millj­arða á þessu ári 

Sjóður­inn safnaði 40 millj­örðum til kaup­anna. Greidd­ir verða 25 millj­arðar króna á þessu ári en 15 millj­arðar kr. fara í að lækka skulda­hlut­fall á næsta ári og er helsta mark­mið nýrra eig­enda að minnka skulda­hlut­fall.

Heim­ild­ir mbl.is herma að skulda­hlut­fall eign­anna sé rúm 50% og verða skuld­irn­ar yf­ir­tekn­ar að óbreyttu og ekki bú­ist við því að lán verði end­ur­fjármögnuð nema að mjög tak­mörkuðu leyti.

Þriðjungur virði eignanna er bundið í eignum á Ásrbú.
Þriðjung­ur virði eign­anna er bundið í eign­um á Ásrbú. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Þriðjung­ur virðis­ins í Ásbrú 

Eins og fram kom í til­kynn­ingu eru kaup­in til meðferðar hjá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu. At­hygli vakti að ekk­ert kaup­verð var gefið upp þegar til­kynnt var um kaup­in en viðræður hafa verið í gangi um all­nokk­urt skeið.

Selj­and­inn er norska fjár­fest­inga­fé­lagið Fredens­borg AS sem er móður­fé­lag Heimsta­den AB, sem er eitt stærsta íbúðafé­lag Evr­ópu. Fyrst um sinn mun fé­lagið halda sama nafni og áður. 

Í heild er um að ræða 1.625 eign­ir en að auki var Heimsta­den í upp­bygg­ing­ar­verk­efn­um á 41 stað á land­inu að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Heimsta­den í októ­ber í fyrra. Um þriðjung­ur virðis eign­anna er bund­inn í fast­eign­um á Ásbrú í Reykja­nes­bæ. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert