Austan strekkingur er við suðurströndina, annars gola. Þurrt og bjart er norðan- og vestanlands, en lítilsháttar skúrir eða slydduél á Suðausturlandi og Austfjörðum.
Hiti 2 til 8 stig yfir daginn, en allvíða næturfrost, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Svipuðu veðri er spáð á morgun, en úrkoman verður meiri á Norðausturlandi en í dag.
Spáð er að norðaustanáttin verði aðgangsharðari í komandi viku og kólnar þá smám saman. Þó ber spám ekki saman um hve kalt eða mikil úrkoma verður, en það skýrist betur þegar nær dregur.