Voru að prófa vél sem hringsólaði yfir borginni

Flugvéélin hringsólaði um höfuðborgarsvæðið í morgun áður en haldi var …
Flugvéélin hringsólaði um höfuðborgarsvæðið í morgun áður en haldi var norður í land. Flightradar24

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir að flugleiðin sem valin var þegar Boeing 757 vél í eigu félagsins flaug í lykkjum yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun hafi verið að kröfu viðhaldsdeildar félagsins. 

Vélin hafi nýlega verið komin úr viðhaldi og áður en vélinni var flogið í leiguverkefni til Washington hafi verið ákveðið að prófa hana með þessum hætti. 

„Áður en hún fór í þessa reisu þurfti að prófa ákveðinn tækjabúnað í vélinni,“ segir Guðni. 

„Það er ástæðan fyrir þessum hring á Íslandi. Þetta var krafa frá viðhaldsdeildinni okkar að hún myndi taka smá flug í nálægð við Keflavíkurflugvöll áður en hún færi í þetta verkefni,“ segir Guðni. 

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Vildu nálægð við Keflavík en fóru norður 

Hún var í lágflugi að hluta yfir borginni, var það krafa frá viðhaldsdeildinni? 

Nei, bara að vera í ákveðinni nálægð við flugvöllinn og þá fer hún ekki mjög hátt. Það er aðallega sjónarmiðið. Að vera nálægt viðhaldsstöðinni. Þess vegna var hún yfir Íslandi í stað þess að fljúga vestur strax,“ segir Guðni. 

Ef tilgangurinn var að vera í nálægð við Keflavíkurflugvöll þá er Norðurland ekkert sérstaklega nálægt Keflavíkurflugvelli. Hvers vegna var þessi leið þá valin? 

Ég þekki ekki hvers vegna nákvæmlega þessi leið var valin. Planið var að fljúga yfir landið og taka hring yfir Íslandi. En ég er ekki með frekari upplýsingar nákvæmlega um þessa leið,“ segir Guðni. 

Vélin þveraði höfuðborarsvæðið nokkrum sinnum áður en hún hélt norður …
Vélin þveraði höfuðborarsvæðið nokkrum sinnum áður en hún hélt norður í land. Þaðan var henni haldið til Washington. Flightradar24.com.

Gagnrýni tekin til greina 

Nú er þetta að sunnudagsmorgni og margir sem verða varir við þetta. Var þetta óumflýjanlegur tími til að láta reyna á þetta?

„Nú er vélin bara á leiðinni í þetta verkefni í dag og þess vegna er farið núna,“ segir Guðni. 

Guðni segir að gagnrýnin á prófanaflugi yfir byggð verði tekin til greina.

„Við heyrum alveg á fólki að eftir þessu var tekið og við tökum það til greina,“ segir Guðni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert