Björn Leví: „Þetta er rosalega skrýtið“

Björn Leví segir að skoða eigi hækkun fjármagnstekjuskatts til að …
Björn Leví segir að skoða eigi hækkun fjármagnstekjuskatts til að fjármagna aðgerðarpakka stjórnvalda. Eggert Jóhannesson

„Ég hef verið að klóra mér aðeins í hausn­um, til hvers við erum rík­is­stjórn þegar við erum bara með Sam­tök at­vinnu­lífs­ins sem semja fyr­ir okk­ur fjár­lög?“

Þetta seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, í sam­tali við mbl.is varðandi 80 millj­arða króna aðgerðarpakka stjórn­valda vegna kjara­samn­inga. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig aðgerðarpakk­inn verður fjár­magnaður.

„Rík­is­stjórn­in setti til hliðar tæp­lega 20 millj­arða í al­menna vara­sjóðnum fyr­ir kjara­samn­inga þannig þau voru al­veg búin að gera ráð fyr­ir því í fjár­mála­áætl­un­um hjá sér. En það er ekki búið að gera kjara­samn­inga hjá op­in­bera markaðnum sem þessi pen­ing­ar eiga að fara í líka. Ef þetta er að kosta ríkið þenn­an pen­ing þá er búið að klára pen­ing­inn sem átti í raun að fara í kjara­samn­ing op­in­berra starfs­manna," seg­ir Björn og bæt­ir við:

„Þetta er rosa­lega skrýtið og þetta er rosa mikið stefnu­leysi hjá rík­is­stjórn­inni.“

Vill hækka fjár­magn­s­tekju­skatt

Björn seg­ir að það séu nokkr­ar leiðir til þess að fjár­magna þenn­an aðgerðarpakka án þess að hafa nei­kvæð áhrif á Þróun verðbólg­unn­ar. Nefn­ir hann sem dæmi hækk­un fjár­magn­s­tekju­skatts.

„Á móti væri hægt – og ekk­ert óeðli­legt – að lækka skatta þar sem skó­inn krepp­ir að. Þannig þetta gæti verið skatta­jöfn­un frek­ar held­ur en skatta­hækk­un. Það er í raun­inni aðgerð sem myndi ekki hafa þenslu­hvetj­andi áhrif á hag­kerfið.“

Það dug­ar ekki fyr­ir 80 millj­örðum er það nokkuð?

„Nei nei af því að út­færsl­an er nátt­úru­lega þannig að það er ekki inn í því að minnka álög­urn­ar á þann hátt til þeirra sem eru núna í hús­næðiserfiðleik­um eða svo­leiðis. Þetta er sem sagt önn­ur út­færsla á kjara­samn­ing­um. En víst þeir eru svona þá þarf að fjár­magna þá á ein­hvern ann­an hátt, það má ekki vera þenslu­hvetj­andi og þar höf­um við bent á fjár­magn­s­tekju­skatt­inn.“

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði fjár­málaráðherra á Alþingi í dag hvort að hún hefði skoðað fjár­mögn­un­ar­til­lög­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að hækka fjár­magn­s­tekju­skatt­inn, veiðigjaldið eða að aft­ur­kalla banka­skatt. Spurði hún út í þetta í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um vegna aðgerðarpakka stjórn­valda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert