Krónan vildi slíta samstarfi strax

Krónan vildi strax slíta samstarfinu við Wok On.
Krónan vildi strax slíta samstarfinu við Wok On. Mynd/Krónan

„Þetta er mál sem er búið að vera í gangi í þó nokk­urn tíma, eða frá því við sögðum upp samn­ing­um við Wok On í nóv­em­ber í fyrra. Við höf­um reynt að koma okk­ur út úr þess­um samn­ing­um en laga­lega hliðin hef­ur verið þannig að við höf­um ekki getað lokað stöðunum því þá vær­um við skaðabóta­skyld,“ seg­ir Ásta S. Fjeld­sted, for­stjóri Festi, spurð að því hvers vegna Krón­an hafi ekki slitið sam­starfi við veit­ingastaðinn Wok On fyrr.

Wok On rak þrjá staði í versl­un­um Krón­unn­ar, í Mos­fells­bæ, á Granda og á Ak­ur­eyri. Seg­ir Ásta samn­ing­um við fyr­ir­tækið hafa verið sagt upp stuttu eft­ir að fregn­ir af ólög­leg­um mat­vælala­ger komust í há­mæli en Krón­an hafi viljað slíta sam­starfi þá þegar.

„En þar sem fyr­ir­tækið var með 12 mánaða upp­sagn­ar­á­kvæði gát­um við ekki lokað stöðunum þegar við vild­um, sem er mjög miður.“

Treystu á eft­ir­lits­stofn­an­irn­ar

Að sögn Ástu átti fyr­ir­hugaður fund­ur með for­svars­mönn­um Wok On að fara fram á fimmtu­dag í síðustu viku en þar átti að fara yfir stöðuna.

„Þá á þessi aðgerð lög­regl­unn­ar sér stað á þriðju­deg­in­um og í kjöl­far kem­ur í ljós þessi út­tekt hjá Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu um hvað þeir fá lága ein­kunn frá þeim, sem eru skýrsl­ur sem við fáum ekki til okk­ar. Við höf­um treyst á eft­ir­lits­stofn­an­ir, líkt og Heil­brigðis­eft­ir­litið, til að hafa um­sjón með því að öll­um til­skild­um verk­ferl­um, leyf­um og fyr­ir­komu­lagi á fram­leiðslu og veit­inga­sölu sé fylgt eft­ir í takt við út­gefið starfs­leyfi. Okk­ur blöskraði því að Wok On fengi að halda rekstri áfram eft­ir þessa ein­kunn sem kom um dag­inn og ekki væri lokað þegar í stað.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert