Krónan vildi slíta samstarfi strax

Krónan vildi strax slíta samstarfinu við Wok On.
Krónan vildi strax slíta samstarfinu við Wok On. Mynd/Krónan

„Þetta er mál sem er búið að vera í gangi í þó nokkurn tíma, eða frá því við sögðum upp samningum við Wok On í nóvember í fyrra. Við höfum reynt að koma okkur út úr þessum samningum en lagalega hliðin hefur verið þannig að við höfum ekki getað lokað stöðunum því þá værum við skaðabótaskyld,“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, spurð að því hvers vegna Krónan hafi ekki slitið samstarfi við veitingastaðinn Wok On fyrr.

Wok On rak þrjá staði í verslunum Krónunnar, í Mosfellsbæ, á Granda og á Akureyri. Segir Ásta samningum við fyrirtækið hafa verið sagt upp stuttu eftir að fregnir af ólöglegum matvælalager komust í hámæli en Krónan hafi viljað slíta samstarfi þá þegar.

„En þar sem fyrirtækið var með 12 mánaða uppsagnarákvæði gátum við ekki lokað stöðunum þegar við vildum, sem er mjög miður.“

Treystu á eftirlitsstofnanirnar

Að sögn Ástu átti fyrirhugaður fundur með forsvarsmönnum Wok On að fara fram á fimmtudag í síðustu viku en þar átti að fara yfir stöðuna.

„Þá á þessi aðgerð lögreglunnar sér stað á þriðjudeginum og í kjölfar kemur í ljós þessi úttekt hjá Heilbrigðiseftirlitinu um hvað þeir fá lága einkunn frá þeim, sem eru skýrslur sem við fáum ekki til okkar. Við höfum treyst á eftirlitsstofnanir, líkt og Heilbrigðiseftirlitið, til að hafa umsjón með því að öllum tilskildum verkferlum, leyfum og fyrirkomulagi á framleiðslu og veitingasölu sé fylgt eftir í takt við útgefið starfsleyfi. Okkur blöskraði því að Wok On fengi að halda rekstri áfram eftir þessa einkunn sem kom um daginn og ekki væri lokað þegar í stað.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert