Skýrist í dag hvort Hera fer út

Hera Björk Þórhallsdóttir vann Söngvakeppnina.
Hera Björk Þórhallsdóttir vann Söngvakeppnina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skilafrestur til að skila inn gögnum um þátttöku ríkja í Eurovision til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) rennur út í dag, mánudaginn 11. mars.

Óvíst er hvort Hera Björk Þórhallsdóttir, sem vann Söngvakeppnina með laginu Scared of Heights, fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppnina, sem að þessu sinni fer fram í Malmö í Svíþjóð.

Ríkisútvarpið og framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar hafa haldið spilunum þétt að sér síðan Hera Björk bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni og ekki gefið upp hvort ákvörðun hafi verið tekin um hvort Ísland taki þátt í keppninni eða ekki.

Höfundur ætlar ekki út

Ásdís María Viðarsdóttir, höfundur Scared of Heights, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið á föstudag að hún hefði sjálf tekið ákvörðun um að fylgja laginu ekki alla leið út til Malmö, þó að Ríkisútvarpið tæki ákvörðun um að Ísland tæki þátt.

Fjöldi íslenskra tónlistarmanna hefur þrýst á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt í keppninni í ár. Rúmlega 500 tónlistarmenn skrifuðu undir áskorun þess efnis í janúar.

Vilja tónlistarmennirnir að Ríkisútvarpið sniðgangi keppnina vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs, en Ísrael er á meðal þátttökuríkja í Eurovision.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert