Varasamt á Vestfjarðavegi

Unnið hefur verið að því að malarleggja ákveðna kafla á …
Unnið hefur verið að því að malarleggja ákveðna kafla á veinum en ekki hefur verið hægt að leggja nýja klæðningu vegna veðurs. Ljósmynd/Vegagerðin

Vega­gerðin seg­ir vara­samt ástand vera á Vest­fjarðavegi (60) í Reyk­hóla­sveit og Döl­um. 

Hættu­leg­ar aðstæður

Slitlag hef­ur farið mjög illa, seg­ir í til­kynn­ingu Vega­gerðar­inn­ar, og hef­ur burðarlag gefið sig á löng­um köfl­um.

Þetta veld­ur því að stór­ir köggl­ar í slit­lag­inu hafa losnað frá. Þess­ar aðstæður skapa mjög hættu­leg­ar aðstæður fyr­ir öku­menn á veg­in­um.

Viðhald ómögu­legt

Lang­ir kafl­ar á Vest­fjarðavegi eru metn­ir það slæm­ir að ekki er hægt að halda þeim við. Því hef­ur verið ákveðið að fræsa slit­lagið á þess­um köfl­um sam­an við burðarlög veg­ar­ins, hefla út og þjappa.

Veðuraðstæður koma í veg fyr­ir að hægt sé að leggja klæðningu á veg­inn og því verða þess­ir ákveðnu hlut­ar veg­ar­ins mal­arkafl­ar fram á sum­ar. Viðkom­andi kafl­ar verða vel merkt­ir að sögn Vega­gerðar­inn­ar.

Reynt verður að klæða þá við fyrsta tæki­færi þegar hlýn­ar í veðri.

Öku­menn sýni aðgát

Þá hvet­ur Vega­gerðin öku­menn til að sýna sér­staka aðgát þegar ekið er um svæðið. Unnið var að lag­fær­ing­um um helg­ina. Þun­ga­tak­mark­an­ir verða þó áfram í gildi á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum fram í næstu viku.

Vega­gerðin hef­ur boðið út áfanga í Vest­fjarðaveg síðustu ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka