Varasamt á Vestfjarðavegi

Unnið hefur verið að því að malarleggja ákveðna kafla á …
Unnið hefur verið að því að malarleggja ákveðna kafla á veinum en ekki hefur verið hægt að leggja nýja klæðningu vegna veðurs. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegagerðin segir varasamt ástand vera á Vestfjarðavegi (60) í Reykhólasveit og Dölum. 

Hættulegar aðstæður

Slitlag hefur farið mjög illa, segir í tilkynningu Vegagerðarinnar, og hefur burðarlag gefið sig á löngum köflum.

Þetta veldur því að stórir kögglar í slitlaginu hafa losnað frá. Þessar aðstæður skapa mjög hættulegar aðstæður fyrir ökumenn á veginum.

Viðhald ómögulegt

Langir kaflar á Vestfjarðavegi eru metnir það slæmir að ekki er hægt að halda þeim við. Því hefur verið ákveðið að fræsa slitlagið á þessum köflum saman við burðarlög vegarins, hefla út og þjappa.

Veðuraðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að leggja klæðningu á veginn og því verða þessir ákveðnu hlutar vegarins malarkaflar fram á sumar. Viðkomandi kaflar verða vel merktir að sögn Vegagerðarinnar.

Reynt verður að klæða þá við fyrsta tækifæri þegar hlýnar í veðri.

Ökumenn sýni aðgát

Þá hvetur Vegagerðin ökumenn til að sýna sérstaka aðgát þegar ekið er um svæðið. Unnið var að lagfæringum um helgina. Þungatakmarkanir verða þó áfram í gildi á Vesturlandi og Vestfjörðum fram í næstu viku.

Vegagerðin hefur boðið út áfanga í Vestfjarðaveg síðustu ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert