Vonar að þingheimur svari ákallinu

Katrín Sigríður tók sæti á þingi í fyrsta sinn í …
Katrín Sigríður tók sæti á þingi í fyrsta sinn í síðustu viku og lagði strax fram frumvarp um dánaraðstoð.

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, kemur inn á þingið tilbúin til verka og er strax búin að leggja fram frumvarp í félagi við félaga sína í flokknum. Frumvarpið er um dánaraðstoð og er fyrsta frumvarpið um það efni.

„Ég held að við höfum flest upplifað það að eiga aðstandendur sem eru að glíma við ólæknandi sjúkdóma og upplifa miklar þjáningar,“ segir Katrín Sigríður um frumvarpið sem hún er fyrsti flutningsmaður að og lagt var fram í þinginu núna á fimmtudaginn, en aðrir flutningsmenn eru þau Guðbrandur Einarsson, Hanna Katrín Friðriksdóttir, Sigmar Guðmundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Mikið frelsismál

Katrín Sigríður segir að í þeirri stöðu að fólk horfi upp á ættingja sína kveljast séu alltaf einhverjir valmöguleikar um hvernig hægt sé að taka á því og þar sé dánaraðstoð einn möguleiki af mörgum. „Ég tel að sá möguleiki ætti að standa fólki í þessari stöðu til boða, enda er þetta mikið frelsismál og á sama tíma mikið mannúðarmál og mér finnst mjög mikilvægt að Alþingi fái tækifæri til að fá umsagnir frá ýmsum sérfræðingum þegar kemur að þessum málaflokki. Þetta mál þarf að fá þinglega meðferð.“

Hún bætir við að þessi hagsmunahópur sem málið snerti hvað mest sé ekki mjög hávær rödd í samfélaginu og þess vegna finnist henni mikilvægt að taka málið upp fyrir hans hönd.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert