Matthías Johannessen látinn

Matthías Johannessen ritstjóri og skáld.
Matthías Johannessen ritstjóri og skáld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Matth­ías Johann­essen, skáld og fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, lést í gær á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í Kópa­vogi, 94 ára gam­all. Matth­ías rit­stýrði blaðinu í rúmt 41 ár, frá 1959 til árs­loka 2000, leng­ur en nokk­ur ann­ar.

Hann fædd­ist í Reykja­vík hinn 3. janú­ar 1930, son­ur hjón­anna Har­ald­ar Johann­essen aðal­féhirðis Lands­bank­ans og Önnu Jó­hann­es­dótt­ur Johann­essen, hús­móður. Matth­ías átti tvö systkini, Jós­efínu „Jossu“ Nor­land hús­freyju (d. 2023) og Jó­hann­es Johann­essen, fv. lög­fræðing Lands­bank­ans.

Matth­ías gekk að eiga Hönnu Ing­ólfs­dótt­ur 1953, en þau eignuðust tvo syni: Har­ald lög­fræðing og fv. rík­is­lög­reglu­stjóra, og dr. Ingólf, sér­fræðilækni í veiru­fræði og for­stöðulækni klín­ískr­ar rann­sókn­arþjón­ustu við heilsu­gæslu­um­dæmi Ed­in­borg­ar í Skotlandi. Hanna lést árið 2009.

Ritstjórar Morgunblaðsins. Matthías Johannessen, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Eyjólfur Konráð …
Rit­stjór­ar Morg­un­blaðsins. Matth­ías Johann­essen, Sig­urður Bjarna­son frá Vig­ur, Eyj­ólf­ur Kon­ráð Jóns­son og Styrm­ir Gunn­ars­son. Morg­un­blaðið

Rit­stjóri aðeins 29 ára gam­all

Matth­ías lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1950 og kandítats­prófi frá Há­skóla Íslands í ís­lensk­um fræðum með bók­mennt­ir sem aðal­grein. Hann hóf fyrst störf sem blaðamaður á Morg­un­blaðinu sam­hliða námi árið 1951, þá 21 árs.

Hann lagði stund á al­menna bók­mennta­sögu og leik­listar­fræði í Kaup­manna­höfn þegar hann var ráðinn rit­stjóri Morg­un­blaðsins 1959, aðeins 29 ára gam­all, við hlið Val­týs Stef­áns­son­ar, dr. Bjarna Bene­dikts­son­ar og Sig­urðar Bjarna­son­ar frá Vig­ur. Hann starfaði einnig með Eyj­ólfi Kon­ráð Jóns­syni og loks Styrmi Gunn­ars­syni.

Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands, Shirley Temple sendiherra og fv. barnastjarna, …
Vig­dís Finn­boga­dótt­ir for­seti Íslands, Shir­ley Temple sendi­herra og fv. barna­stjarna, Matth­ías og Hanna Johann­essen árið 1990. Ljós­mynd/​Gunn­ar Vig­fús­son

Stór­efldi Morg­un­blaðið á löng­um ferli

Morg­un­blaðið efld­ist mikið á þess­um tíma, bæði að vöxt­um og út­breiðslu. Það fékk yf­ir­bragð heims­blaðs, sem lagði mikið upp úr er­lend­um frétt­um án þess að van­rækja hinar inn­lendu, snarp­ur vett­vang­ur þjóðmá­laum­ræðu, og sinnti vel menn­ingu og list­um.

Matth­ías var ekki maður ein­ham­ur, en í hon­um bjuggu rit­stjór­inn og skáldið í sátt og sam­lyndi. Hann nýtti sér skáld­gáf­una á síðum blaðsins, þar sem viðtöl hans við merk­is­fólk af öll­um stig­um nutu verðskuldaðra vin­sælda. Hann leit á Morg­un­blaðið sem menn­ing­ar­stofn­un ekki síður en út­breidd­asta og grein­ar­besta fréttamiðil þjóðar­inn­ar: blað allra lands­manna.

Blaðamenn, menningarvitar og skáld á Borginni á sjötta áratugnum: Matthías …
Blaðamenn, menn­ing­ar­vit­ar og skáld á Borg­inni á sjötta ára­tugn­um: Matth­ías fremst­ur og Steinn Stein­arr á horn­inu and­spæn­is hon­um, ásamt (f.v.) Magnúsi Þórðar­syni blaðamanni, Jóni Ei­ríks­syni mag­ister og Skúla Bene­dikts­syni kenn­ara. mbl.is/Ó​laf­ur K. Magnús­son

Af­kasta­mikið og virt skáld

Morg­un­blaðið dugði Matth­íasi þó ekki, því hann átti sam­hliða lang­an og frjó­sam­an rit­fer­il utan blaðsins. Eft­ir hann liggja marg­ir tug­ir bóka, ótal ljóðabæk­ur, leik­rit, rit­gerðir, viðtals­bæk­ur og ævi­sög­ur.

Ljóð hans hafa verið þýdd á ótal tungu­mál og hann hlaut marg­vís­leg­ar viður­kenn­ing­ar. Þrjár bóka hans voru til­nefnd­ar til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs, Alþingi sæmdi hann heiðurs­laun­um 1984, hann hlaut Verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar árið 1999 og Há­skóli Íslands sæmdi hann heiðurs­doktors­nafn­bót árið 2010. Þá fékk hann Íslensku bók­mennta­verðlaun­in 2005 fyr­ir bók­ina Kjar­val, enda eng­an veg­inn sest­ur í helg­an stein þegar hann lét af störf­um á Morg­un­blaðinu á alda­mót­un­um. Hann hélt áfram að skrifa, bæði ljóð, um líf og um list, auk þess sem hann hafði margt til þjóðmá­laum­ræðu að leggja. Hinsta ljóðabók hans, Und­ir mjúk­um væng, kom út 2023.

Þorsteinn Thorarensen leitar erlendra frétta í útvarpi, en Matthías les …
Þor­steinn Thor­ar­en­sen leit­ar er­lendra frétta í út­varpi, en Matth­ías les frétta­skeyti Reu­ter af strimli árið 1953. mbl.is/Ó​laf­ur K. Magnús­son

Virk­ur í fé­lags­mála­starfi

Þess utan var hann virk­ur á ótal vett­vangi öðrum, sat m.a. í stjórn Hins ís­lenska þjóðvina­fé­lags, í mennta­málaráði, í bók­menntaráði Al­menna bóka­fé­lags­ins, gegndi trúnaðar­störf­um inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins, sat í stjórn Krabba­meins­fé­lags­ins og Hjarta­vernd­ar. Hann var formaður Stúd­entaráðs HÍ, Blaðamanna­fé­lags Íslands (þar sem hann var þar til í gær fé­lagi nr. 1), Fé­lags ís­lenskra rit­höf­unda, Rit­höf­unda­sam­bands Íslands, Rit­höf­undaráðs, Nor­ræna rit­höf­undaráðsins, Þjóðhátíðar­nefnd­ar 1974, Yrkju, Mennta­málaráðs og var formaður Þjóðleik­hús­ráðs.

Morg­un­blaðið og gaml­ir sam­starfs­menn þakka fyr­ir far­sæla sam­fylgd og leiðsögn. Fjöl­skyldu hans er vottuð inni­leg samúð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert