Ná prófum en skilja ekki íslensku

Útlendingar ná góðum árangri á leigubílstjóraprófum.
Útlendingar ná góðum árangri á leigubílstjóraprófum. mbl.is/Unnur Karen

„Það er alveg merkilegt hvað mönnum gengur vel að taka prófin þó að þeir skilji ekki mikið í tungumálinu. Mér finnst það mjög skrýtið, þetta eru ekkert eðlileg vinnubrögð. Við höfum ekki vald til að stoppa þetta. Við erum að vinna þetta verkefni fyrir Samgöngustofu,“ segir Guðbrandur Bogason, skólastjóri Ökuskólans í Mjódd, í samtali við Morgunblaðið, en svokölluð „harkaranámskeið“ og próf að þeim loknum eru haldin í skólanum.

Ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu

Fjöldi útlendinga hefur tekið svokallað „harkarapróf“ sem veitir réttindi til aksturs leigubíla hér á landi. Námskeið fyrir þá sem hug hafa á því að afla sér slíkra réttinda fer fram á íslensku sem og prófin. Því vekur það furðu Íslendinga sem þessi próf taka hve góðum árangri útlendingar sem tala ekki stakt orð í íslensku ná á þessum prófum.

Spurður um ástæður þessa segir Guðbrandur að það hafi verið að kröfu samgönguyfirvalda að ekki þyrfti lengur að gera kröfu um íslenskukunnáttu.

„Innviðaráðuneytið og Samgöngustofa ákváðu að það þyrfti ekki lengur að kenna á íslenskri tungu eins og var alltaf áður fyrr. Við höfum haldið þessi námskeið í gegnum tíðina og það var alltaf gerð krafa um íslenskukunnáttu. Það hefur ekki einu sinni verið farið út í það að kenna þetta á öðrum tungumálum, eins og t.d. ensku,“ segir Guðbrandur.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert