Ná prófum en skilja ekki íslensku

Útlendingar ná góðum árangri á leigubílstjóraprófum.
Útlendingar ná góðum árangri á leigubílstjóraprófum. mbl.is/Unnur Karen

„Það er al­veg merki­legt hvað mönn­um geng­ur vel að taka próf­in þó að þeir skilji ekki mikið í tungu­mál­inu. Mér finnst það mjög skrýtið, þetta eru ekk­ert eðli­leg vinnu­brögð. Við höf­um ekki vald til að stoppa þetta. Við erum að vinna þetta verk­efni fyr­ir Sam­göngu­stofu,“ seg­ir Guðbrand­ur Boga­son, skóla­stjóri Öku­skól­ans í Mjódd, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en svo­kölluð „hark­ara­nám­skeið“ og próf að þeim lokn­um eru hald­in í skól­an­um.

Ekki gerð krafa um ís­lenskukunn­áttu

Fjöldi út­lend­inga hef­ur tekið svo­kallað „hark­ara­próf“ sem veit­ir rétt­indi til akst­urs leigu­bíla hér á landi. Nám­skeið fyr­ir þá sem hug hafa á því að afla sér slíkra rétt­inda fer fram á ís­lensku sem og próf­in. Því vek­ur það furðu Íslend­inga sem þessi próf taka hve góðum ár­angri út­lend­ing­ar sem tala ekki stakt orð í ís­lensku ná á þess­um próf­um.

Spurður um ástæður þessa seg­ir Guðbrand­ur að það hafi verið að kröfu sam­göngu­yf­ir­valda að ekki þyrfti leng­ur að gera kröfu um ís­lenskukunn­áttu.

„Innviðaráðuneytið og Sam­göngu­stofa ákváðu að það þyrfti ekki leng­ur að kenna á ís­lenskri tungu eins og var alltaf áður fyrr. Við höf­um haldið þessi nám­skeið í gegn­um tíðina og það var alltaf gerð krafa um ís­lenskukunn­áttu. Það hef­ur ekki einu sinni verið farið út í það að kenna þetta á öðrum tungu­mál­um, eins og t.d. ensku,“ seg­ir Guðbrand­ur.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka