Þessi þrjú fengu flestar tilnefningar til biskups

Skálholtskirkja á sumardegi.
Skálholtskirkja á sumardegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilnefningum til embættis biskups lauk á hádegi í dag.

Þeir þrír sem flestar tilnefningar fengu eru eftirtaldir:

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sem hlaut 65 tilnefningar, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sem hlaut 60 tilnefningar, og sr. Elínborg Sturludóttir, með 52 tilnefningar.

Næstir komu, með 10 tilnefningar eða fleiri:

  • Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir (47)
  • Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir (41)
  • Sr. Bjarni Karlsson (38)
  • Sr. Kristján Björnsson (20)
  • Sr. Sveinn Valgeirsson (13)

Á tilnefningarskrá voru 167, af þeim tilnefndu 160 eða 95,81%. Alls voru 48 tilnefndir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert