Almenn gjaldtaka verður á öllum bílastæðum

Almenn gjaldtaka mun hefjast á öllum bílastæðum á háskólasvæðinu í …
Almenn gjaldtaka mun hefjast á öllum bílastæðum á háskólasvæðinu í haust. mbl.is/Sigurður Bogi

Almenn gjaldtaka á öllum bílastæðum við Háskóla íslands mun hefjast 1. september. Háskólinn segir þetta vera „fyrsta skrefið í að bæta umferð og umhverfi á háskólasvæðinu“.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Háskóla Íslands.

Bílastæðum verður skipt í tvö gjaldsvæði. Annars vegar P2 bílastæði sem eru næst byggingunni og hins vegar P3 bílastæði sem er þorri bílastæða á háskólasvæðinu. Ítrekað er í tilkynningunni að gjaldtöku verði stillt í hóf. 

Munu þurfa að skrásetja bílana

Nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja á P3 bílastæðum án beinnar gjaldtöku, að öðru leyti en með greiðslu skráningargjalds.

„Þetta verkefni er fyrsta skref HÍ í að hvetja fólk til að ferðast til og frá háskólasvæðinu með vistvænum hætti og er jákvætt framlag til öruggari og umhverfisvænni umferðar við Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Svæði P2 eru valin stæði næst byggingum þar sem alltaf verður tekið gjald líkt og hefur verið í Skeifunni við Aðalbyggingu og við Gimli. Í tilkynningunni segir að þessum stæðum verði fjölgað og verða þau rúmlega 200 af um 1.700 bílastæðum á háskólasvæðinu.

P2 bílastæði eru merkt með rauðum lit. P3 bílastæði eru …
P2 bílastæði eru merkt með rauðum lit. P3 bílastæði eru merkt með bláum lit. Tölvuteiknuð mynd/Háskóli Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert