Fáninn við framrúðuna

„Ég hef heyrt af því að einhverjir bílstjórar hafi sett …
„Ég hef heyrt af því að einhverjir bílstjórar hafi sett upp lítinn fána við framrúðuna,“ segir Haraldur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dæmi eru um að leigu­bíl­stjór­ar hafi sett lít­inn ís­lensk­an fána við framrúðu leigu­bíls­ins sem þeir aka um á til þess að koma því skýrt á fram­færi að þeir séu ís­lensk­ir leigu­bíl­stjór­ar. Har­ald­ur Gunn­ar Ax­els­son, fram­kvæmda­stjóri Hreyf­ils, kann­ast við dæmi þessa, en eitt slíkt má sjá á meðfylgj­andi mynd sem tek­in var í miðbæ Reykja­vík­ur í gær. Þá kem­ur það einnig fyr­ir að fólk hringi í Hreyf­il og biðji sér­stak­lega um ís­lensku­mæl­andi leigu­bíl­stjóra.

Það hafa ný­verið sést leigu­bíl­ar með ís­lenska fán­ann við framrúðuna. Veistu til þess að leigu­bíl­stjór­ar hjá Hreyfli séu að gera það?

„Ég hef heyrt af því að ein­hverj­ir bíl­stjór­ar hafi sett upp lít­inn fána við framrúðuna,“ svar­ar Har­ald­ur.

Að sögn Har­ald­ar hef­ur eft­ir­spurn eft­ir leigu­bíl­um frá Hreyfli verið að aukast að und­an­förnu. „Hreyf­ill hef­ur fyr­ir löngu áunnið sér traust al­menn­ings og fólk veit að hverju það geng­ur þegar það nýt­ir sér þjón­ustu Hreyf­ils.“

Þá hef­ur einnig fjölgað í hópi þeirra sem biðja sér­stak­lega um kven­kyns bíl­stjóra. „Það hef­ur auk­ist að beðið sé sér­stak­lega um kven­kyns bíl­stjóra. Við erum með þann eig­in­leika í kerf­inu okk­ar að biðji farþegi sér­stak­lega um kven­kyns bíl­stjóra leit­ar kerfið að bíl­stjóra sem er merkt­ur þeim eig­in­leika,“ seg­ir Har­ald­ur.

Í hópi hand­hafa akst­urs­leyf­is til leigu­bíla­akst­urs bera 163 er­lent nafn, eða tæp­ur fimmt­ung­ur. Lang­stærst­ur hluti þeirra er af ar­ab­ísk­um upp­runa, sem ráða má af nafni viðkom­andi. Þetta má sjá á lista Sam­göngu­stofu yfir at­vinnu­leyf­is­hafa í leigu­bíla­akstri.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert