Fáninn við framrúðuna

„Ég hef heyrt af því að einhverjir bílstjórar hafi sett …
„Ég hef heyrt af því að einhverjir bílstjórar hafi sett upp lítinn fána við framrúðuna,“ segir Haraldur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dæmi eru um að leigubílstjórar hafi sett lítinn íslenskan fána við framrúðu leigubílsins sem þeir aka um á til þess að koma því skýrt á framfæri að þeir séu íslenskir leigubílstjórar. Haraldur Gunnar Axelsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, kannast við dæmi þessa, en eitt slíkt má sjá á meðfylgjandi mynd sem tekin var í miðbæ Reykjavíkur í gær. Þá kemur það einnig fyrir að fólk hringi í Hreyfil og biðji sérstaklega um íslenskumælandi leigubílstjóra.

Það hafa nýverið sést leigubílar með íslenska fánann við framrúðuna. Veistu til þess að leigubílstjórar hjá Hreyfli séu að gera það?

„Ég hef heyrt af því að einhverjir bílstjórar hafi sett upp lítinn fána við framrúðuna,“ svarar Haraldur.

Að sögn Haraldar hefur eftirspurn eftir leigubílum frá Hreyfli verið að aukast að undanförnu. „Hreyfill hefur fyrir löngu áunnið sér traust almennings og fólk veit að hverju það gengur þegar það nýtir sér þjónustu Hreyfils.“

Þá hefur einnig fjölgað í hópi þeirra sem biðja sérstaklega um kvenkyns bílstjóra. „Það hefur aukist að beðið sé sérstaklega um kvenkyns bílstjóra. Við erum með þann eiginleika í kerfinu okkar að biðji farþegi sérstaklega um kvenkyns bílstjóra leitar kerfið að bílstjóra sem er merktur þeim eiginleika,“ segir Haraldur.

Í hópi handhafa akstursleyfis til leigubílaaksturs bera 163 erlent nafn, eða tæpur fimmtungur. Langstærstur hluti þeirra er af arabískum uppruna, sem ráða má af nafni viðkomandi. Þetta má sjá á lista Samgöngustofu yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert