Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, segir að meðal annars sé til rannsóknar hvort kveikt hafi verið í, eftir brunann í Hafnartúnshúsinu á Selfossi á laugardagskvöld.
„Rannsóknin er í fullum gangi og miðar vel og einn af þeim þáttum sem verið er að skoða er hvort um íkveikju hafi verið að ræða,“ segir Sveinn Kristján í samtali við mbl.is.
Hafnartúnshúsið, sem stendur við suðurenda nýja miðbæjarins á Selfossi, er gjörónýtt eftir eldsvoðann en um gamalt timburhús var að ræða og í því var mikill eldsmatur.