„Við fengum 9 á prófinu saman“

Leigubílstjóri hjálpaði tveimur erlendum mönnum í prófi.
Leigubílstjóri hjálpaði tveimur erlendum mönnum í prófi. mbl.is/Unnur Karen

„Þeir skildu ekki neitt, en við feng­um 9 á próf­inu sam­an,“ seg­ir Bergþóra Fjóla Bjarna­dótt­ir, leigu­bíl­stjóri hjá Hreyfli, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en hún hjálpaði tveim­ur er­lend­um mönn­um í leigu­bíl­stjóra­námi að svara spurn­ing­um á svo­kölluðu „hark­ara­prófi“ og náði ágæt­is­ein­kunn.

Hún sagði frá því að tveir er­lend­ir menn sem hún þekk­ir hefðu beðið hana um að hjálpa sér við að taka prófið. Hún kvaðst hafa spurt hvernig hún gæti hjálpað viðkom­andi og fengið það svar að hún ætti að vera til­bú­in, sam­band yrði haft við hana á spjall­for­rit­inu Messenger.

Hún seg­ir að þeir hafi sent sér mynd­ir af próf­inu í gegn­um for­ritið og spurt hvort þeir ættu að merkja við svar A, B eða C og hún hafi svarað viðkom­andi þar um. „Útlend­ing­arn­ir taka mynd­ir af spurn­ing­un­um,“ seg­ir hún og að svör­in ber­ist um hæl.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert