Atvik við Leifsstöð: „You're fucking dead“

Lárus kveðst hafa lent í óþægilegu atviki á Keflavíkurflugvelli síðasta …
Lárus kveðst hafa lent í óþægilegu atviki á Keflavíkurflugvelli síðasta sumar. Samsett mynd

„Hann setti brjóst­kass­ann í bring­una á mér og sagði bara „ég ætla að kom­ast að því hvar þú átt heima“ og „þetta mál er ekki búið – you're fuck­ing dead“ sagði hann ná­kvæm­lega orðrétt.“

Svona lýs­ir leigu­bíl­stjór­inn Lár­us Páll Erl­ings­son sam­skipt­um sín­um og ann­ars leigu­bíl­stjóra við pak­ist­ansk­an leigu­bíl­stjóra við Leifs­stöð und­ir lok síðasta sum­ars, í sam­tali við mbl.is.

Koll­egi hans, Mar­on Berg­mann Jónas­son, var einnig á staðnum þegar at­vikið átti sér stað og staðfest­ir þessa frá­sögn í sam­tali við mbl.is. Báðir menn segja þetta aðeins vera eitt at­vik af mörg­um þar sem þeim og öðrum leigu­bíl­stjór­um hef­ur verið hótað af er­lend­um leigu­bíl­stjór­um.

Ætlaði að rukka 15 þúsund fyr­ir ferð á Ásbrú

Að sögn Lárus­ar var löng leigu­bílaröð og gekk hún hægt. Hann, ásamt Mar­oni voru framar­lega en stóðu úti þar sem mögu­lega viðskipta­vini bar að garði fremst í röðinni. Þar var pak­ist­anski leigu­bíl­stjór­inn og bauð hann ungu norsku pari far upp á Kon­vin hót­elið á Ásbrú (10 mín­útna ferð) fyr­ir 100 evr­ur, eða tæp­lega 15 þúsund krón­ur.

Lár­us varð vitni að þessu og lét parið vita að þarna væri verið að reyna svindla á þeim, þau ættu ekki að þurfa að greiða nema þriðjung af upp­gefnu verði leigu­bíl­stjór­ans. Pak­ist­anski leigu­bíl­stjór­inn fussaði en lækkaði þá verðið sitt og skutlaði norska par­inu.

Eitt af mörg­um at­vik­um

Hálf­tíma síðar kom um­rædd­ur leigu­bíl­stjóri aft­ur í röðina.

„Þá var hann al­veg brjálaður. Við vor­um þarna úti á plan­inu á vapp­inu í góðu veðri að spjalla. Þá veitt­ist hann að okk­ur tveim­ur (Lár­usi og Mar­oni) sem höfðum verið, að hans mati, nokkuð grimm­ir við hann,“ seg­ir hann og lýs­ir því sem maður­inn sagði við hann og Mar­on.

„Hann setti brjóst­kass­ann í bring­una á mér og sagði bara: „Ég ætla að kom­ast að því hvar þú átt heima“ og „þetta mál er ekki búið – you're fuck­ing dead“ sagði hann ná­kvæm­lega orðrétt,“ seg­ir Lár­us.

Hann seg­ir þetta vera eitt af mörg­um at­vik­um sem hann lenti í á Leifs­stöð í sam­skipt­um sín­um við er­lenda leigu­bíl­stjóra en núna er hann flutt­ur af Suður­nesj­um og býr á Ak­ur­eyri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka