Gagnrýna formann sinn harðlega

Landsþing sveitarfélaganna fer fram í Hörpu í dag og telja …
Landsþing sveitarfélaganna fer fram í Hörpu í dag og telja oddvitarnir mikilvægt að Heiða Björg skýri þar aðkomu sína að gerð samninganna fyrir sveitarstjórnarfólki. mbl.is/Arnþór

„Því var treyst að formaður myndi starfa samkvæmt eindregnum vilja sveitarstjórna og bókun stjórnar og myndi upplýsa aðila vinnumarkaðarins og forsætisráðherra um stöðuna með skýrum hætti. Ljóst er að svo var ekki.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag sem 26 sveitarstjórar og oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins rita undir.

Gagnrýna þeir harðlega aðkomu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), að gerð nýgerðra kjarasamninga og þá einkum að því er snýr að gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskólum, sem óvænt hafi komið „í fang aðþrengdra sveitarfélaga“. Heiða hafi komið gjaldfrjálsum máltíðum á dagskrá kjaraviðræðna þvert gegn vilja stjórnar SÍS.

Landsþing sveitarfélaganna fer fram í Hörpu í dag og telja oddvitarnir mikilvægt að Heiða Björg skýri þar aðkomu sína að gerð samninganna fyrir sveitarstjórnarfólki. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert