Íslenskukunnátta eigi að vera skilyrði

Ásmundur vill að leigubílstjórar tali íslensku.
Ásmundur vill að leigubílstjórar tali íslensku. Samsett mynd/mbl.is/Unnur Karen

Flýta þarf end­ur­skoðun laga um leigu­bíla­akst­ur sem tóku gildi á síðasta ári og ætti ís­lensku­kunn­átta að vera lág­marks­skil­yrði til þess að fá að aka leigu­bíl.

Þetta seg­ir Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

Ásmund­ur birti færslu á face­book í gær þar sem hann sagði leigu­bíl­stjóra og viðskipta­vini eiga inni af­sök­un­ar­beiðni hjá þeim þing­mönn­um sem samþykktu ný lög um leigu­bíla und­ir lok árs 2022.

„Það er al­veg klárt að lög­gjaf­inn hef­ur aldrei ætlað sér það að ein­hverj­ir ein­stak­ling­ar sem hafa ekki lág­marksþekk­ingu á móður­mál­inu og þurfa ekki að taka prófið á ís­lensku, mega kalla eft­ir aðstoð utan úr bæ - ég velk­ist ekki í vafa um það að ekki nokk­ur maður hafi ætlað sér að það yrði fram­kvæmd­in,“ seg­ir Ásmund­ur í sam­tali við mbl.is.

Seg­ir ákveðna leigu­bíl­stjóra líta á kon­ur sem gál­ur

Í hópi hand­hafa akst­urs­leyf­is til leigu­bíla­akst­urs bera 163 er­lent nafn, eða tæp­ur fimmt­ung­ur. Lang­stærst­ur hluti þeirra er af ar­ab­ísk­um upp­runa, sem ráða má af nafni viðkom­andi. Þetta má sjá á lista Sam­göngu­stofu yfir at­vinnu­leyf­is­hafa í leigu­bíla­akstri.

„Þess­ir menn, ég veit ekki hvað má mikið segja um það á op­in­ber­um vett­vangi, en þeirra hugs­un­ar­hátt­ur gagn­vart kon­um er bara með þeim hætti að kon­ur sem eru að koma af skemmtana­líf­inu - í þeirra aug­um eru þetta bara gál­ur sem hafa eng­in rétt­indi,“ seg­ir Ásmund­ur.

Það þurfti að færa markaðinn í meiri frjáls­ræðisátt

Ásmund­ur er sann­færður um að færa þurfti leigu­bíla­markaðinn í meiri frjáls­ræðisátt eins og gert var Þegar lög­in voru samþykkt. Nú­ver­andi lög þurfi hins veg­ar að end­ur­skoða í ljósi for­dæma­lausra fregna um hvernig ástandið er orðið.

Í lög­un­um kem­ur fram ákvæði um að hægt sé að end­ur­skoða lög­in árið 2025. Ásmund­ur kall­ar hins veg­ar eft­ir því að þingið end­ur­skoði lög­in núna sem allra fyrst.

„Ein­hvern veg­inn hef­ur fram­kvæmd­in farið al­gjör­lega út á tún miðað við það sem menn ætluðu sér,“ seg­ir hann.

Lág­marks­skil­yrði að kunna ís­lensku

Ásmund­ur seg­ir að það eigi að vera lág­marks­skil­yrði fyr­ir leigu­bíl­stjóra að kunna ís­lensku. Nefn­ir hann sem dæmi að fólk sem nýti sér þjón­ust­una séu oft eldri borg­ar­ar, fólk með fatlan­ir og aðrir sem hafi ekki all­ir jafn gott vald á er­lend­um tungu­mál­um.

Þá nefn­ir hann einnig sögu­sagn­ir um slæma upp­lif­un fólks hjá er­lend­um leigu­bíl­stjór­um.

„Mér finnst að þegar ein­stak­ling­ur ætl­ar að fara út í svona þjón­ustu, taka við pen­ing­um og gjaldi sem þarf að gefa upp til skatts og ým­is­legt annað, að þá hafi hann lág­marks­kunn­áttu á því sem er að ger­ast í land­inu. Að hann sé fær um að stjórna því [tungu­mál­inu] og koma fram við yf­ir­völd á skilj­an­legu ís­lensku máli – aðallega þá kúnn­anna.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert