Langlundargeð íbúa á þrotum

Bensínstöðin og dekkjaverkstæði N1 við Ægisíðu mega muna sinn fífl …
Bensínstöðin og dekkjaverkstæði N1 við Ægisíðu mega muna sinn fífl fegurri. Húsinu hefur ekki verið við haldið en gámar og rusl eru á lóðinni.

Megn ónægja er meðal íbúa í Vesturbæ vegna bensínstöðvarlóðar N1 við Ægisíðu, sem hefur grotnað niður undanfarin ár, en uppi eru fyrirætlanir um byggingu allt að fimm hæða íbúðarhúsa þar með meira en 50 íbúðum. Íbúar í grenndinni segja langlundargeð sitt á þrotum.

„Við íbúar höfum síðustu ár verið í góðu sambandi varðandi þetta mál og höfum aldrei orðið vör við nokkurt samráð frá borginni, hvað þá Festi,“ segir Ásdís Helgadóttir, íbúi við Hofsvallagötu.

„Okkur finnst þetta allt saman lykta af fúski og spillingu í kringum þessa lóð. Festi hefur látið húsið og lóðina drabbast niður svo árum skiptir. Það hefur verið heil gámabyggð á lóðinni hér árum saman, full af dekkjum, og ekki hefur Festi heldur hirt um það að laga skyggnið á húsinu.“

Ekki hirt um hverfið

Mikil umræða hefur verið um málið meðal Vesturbæinga á félagsmiðlum og kvarta margir undan því að ekkert tillit hafi verið tekið til þarfa hverfisins eða afleiðinganna.

„Við íbúarnir viljum að borgin sjái að sér og leysi lóðina til sín til að nýta hana undir innviði fyrir hverfið. Ástand innviða í Vesturbænum er bágborið, samanber vöntun á leikskólum og mygluskemmdir og viðhald í grunnskólunum,“ segir Ásdís. Mikil íbúðauppbygging standi til við Ánanaust, Granda, Birkimel og KR-svæðið, en innviðir fylgi þeirri íbúafjölgun ekki.

Festi gefnir milljarðar

Sérstaklega er gagnrýnt að borgin „gefi“ þannig Festi, eiganda N1, rándýran byggingarrétt, en lóðarleigan renni út eftir aðeins 33 mánuði.

Við blasir að byggingarland á þessum stað er eftirsótt og verðmætt, en byggingarverktakar og fjármálafyrirtæki meta söluvirði byggingarréttarins á um tvo milljarða kr., sé miðað við uppgefið byggingarmagn í kynningu Festar árið 2021.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert